Different art disciplines come together in the installation Lusus naturae, creating a flowing experience of a fascinating world of sound and image. Music and images combine in a 3D animation projected onto screens with the accompaniment of a live music performance. The work is collaboration between the visual artists Ólöf Nordal and Gunnar Karlsson and the composer Þuríður Jónsdóttir.
Garefowl † Pinguinus impennis: extermination of a species – ultimate samples. Photos. 2016
__________
Garefowl † Pinguinus impennis: extermination of a species – ultimate samples
The last Great Auks or garefowls known to have been seen in Iceland were a couple, a male and a female. They were killed in a hunting trip to Eldey island, undertaken by a group of fourteen men on behalf of merchant Carl Franz Siemsen. The group left Kirkjuvogur on an open eight oared boat one evening between the second and fifth of June 1844. Three men ascended the island: Jón Brandsson, who had entered to the island on numerous occasions, and two younger men, Sigurður Ísleifsson and Ketill Ketilsson. The men climbed up the cliff, and immediately noticed two garefowls sitting among other seabirds. The chase began immediately.
Sigurður Ísleifsson described the events in the following manner: The rocks were covered with different seabirds, and there the garefowls were … they walked slowly. Jón Brandsson crept up with his arms open and chased one of the birds into a corner where he caught the bird … My bird headed toward the edge of the cliff. I caught him close to the edge. I grabbed his neck and he flapped his wings. He didn‘t emit a single sound. I strangled him.
Ketill Ketilsson then ran back to the sloping shelf, picked up a garefowl egg, saw it was cracked, so he put it back down. These events were over much faster than it takes to tell the story. The men hurried down, since the wind was picking up. The birds were neck wrung and then thrown into the boat “The weather was outright satanic” they said, but they managed to get out of the surf and away from the skerries and made it home to safety. The next day the commander of the trip, Vilhjálmur Hákonarson, took off with the birds to Reykjavík, where he was to hand them over to the merchant Siemsen, but along the way he met a man and sold him the two garefowls for eighty Danish Rigsdaler. The internal organs of the birds are preserved in alcohol at the Zoological Museum in Copenhagen, but the fate of their skins remains a mystery to this day.
Ólöf Nordal and The Icelandic Museum of Natural History in collaboration with The National and University Library of Iceland and The Icelandic Institute of Natural History. The Culture House, Reykjavik. 2016
Garefowl † Pinguinus impennis: aldauði tegundar – síðustu sýnin
Síðustu geirfuglarnir sem vitað er um að sést hafi á Íslandi voru tveir, karl og kerling. Þeir voru drepnir í leiðangri sem farinn var í Eldey að undirlagi Siemsens kaupmanns. Fjórtán menn lögðu af stað frá Kirkjuvogi á áttæringi kvöld eitt milli annars og fimmta júní 1844. Þrír fóru upp: Jón Brandsson, sem hafði alloft áður komið í eyna, og tveir ungir menn; Sigurður Ísleifsson og Ketill Ketilsson. Mennirnir klifruðu upp, komu strax auga á tvo geirfugla og hófu þegar eltingarleikinn. Geirfuglarnir sýndu ekki minnstu tilburði til þess að reka innrásarmennina brott en kjöguðu þegar af stað undir háum hamrinum með reistan haus og böðuðu út litlu vængjunum. Þeir gáfu ekki frá sér hræðsluhljóð og hreyfðu sig stuttum skrefum um það bil jafnhratt og gangandi maður.
Sigurður Ísleifsson segir svo frá: Bergið var þakið svartfugli, og þarna voru geirfuglar … þeir gengu hægt. Jón Brandsson baðaði út höndunum og rak annan fuglinn inn í kró þar sem hann náði honum bráðlega. … Minn fugl stefndi að bjargbrúninni. Ég náði honum rétt við brúnina. Ég tók um hálsinn á honum og hann blakaði vængjunum. Hann gaf ekki frá sér neitt hljóð. Ég kyrkti hann.
Ketill Ketilsson hljóp þá aftur á slakkann, tók upp geirfuglsegg, sá að það var brotið og lagði það niður aftur. Allt þetta gerðist á miklu skemmri tíma en það tekur að segja frá því. Þeir flýttu sér niður aftur, enda var nú tekið að bæta í vind. Fuglarnir voru snúnir úr hálsliðnum og þeim kastað í bátinn. Það var „þvílíkt Satans veður“, sögðu þeir, en þeir komust út úr brimgarðinum og heim heilir á húfi. Daginn eftir lagði Vilhjálmur Hákonarson formaðurinn í veiðiferðinni af stað með fuglana til Reykjavíkur til þess að afhenda þá Siemsen kaupmanni, en á leiðinni mætti hann manni og seldi honum geirfuglana tvo fyrir áttatíu ríkisbankadali. Líffæri og innyfli fuglanna eru nú varðveitt í vínanda í Dýrafræðisafni Háskólans í Kaupmannahöfn en óvíst er enn hver endanleg örlög hamanna urðu.
Ólöf Nordal og Náttúruminjasafn Íslands í samvinnu við Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn og Náttúrufræðistofnun Íslands. Safnahúsið. Reykjavik. 2016
In the second half of the 20th century, extensive anthropological studies of Icelanders’ body build were conducted. The research was supervised by anthropologist Dr. Jens Ó. P. Pálsson. Left behind is an enormous quantity of data describing tens of thousands of Icelanders. The database he assembled contains measurements of height, torso girth, limbs, head, face, weight, and fattiness of the skin. Investigation and classification of the shapes of the face, nose, forehead, cranium, head, chin, and ears was also conducted; hair and eye color determined; fingerprints and palm lines recorded; and blood groups and other inherited characteristics analyzed, including sense of taste, left-handedness, and color-blindness. Hair samples were collected and photographs taken of the study subjects, and their family lineage, profession, and place of residence noted. Das Experiment Island was the title of one of a number of lectures that Jens gave about the Icelandic ethnic group abroad. The database is now preserved by the University of Iceland.
Á síðari hluta 20. aldar voru stundaðar viðamiklar mannfræðirannsóknir á líkamsgerð Íslendinga. Mælingarnar voru gerðar að frumkvæði mannfræðingsins dr. Jens Ó.P. Pálssonar. Fyrir vikið er til safn rannsóknargagna um tugþúsundir Íslendinga. Í sýna- og gagnasafninu má finna mælingar á líkamshæð, bol, útlimum, höfði, andliti, þyngd og húðfitu. Einnig var athugað og flokkað sköpulag andlits, nefs, ennis, hnakka, höfuðs, höku og eyrna; ákvarðaður hára- og augnalitur, tekin fingraför og lófalínur; blóðflokkar greindir og fleiri erfðaeinkenni könnuð, t.d. bragðhæfni, örvhendi, litaskyn o.fl. Hársýnum var safnað og ljósmyndir teknar af þeim sem rannsakaðir voru. Einnig voru skráðar ættir, stétt og búseta fólks. Das Experiment Island er heiti á einum af fjölmörgum fyrirlestrum sem Jens hélt um íslenska kynstofninn erlendis. Gagnasafnið er nú í vörslu Háskóla Íslands.
In 1856 an expedition led by Jérôme Napoléon, crown prince of France, arrived in this country. The explorers‘ aim was to document and research life in the far North. Samples and data were collected on natural resources and climate, lifeways and culture. One element of the data collection was a study of the native population, and plaster casts of selected Icelanders were made during the voyage for anthropological purposes. After the prince’s excursion was concluded, the fruits of the journey were put on display in the Palais Royale in Paris under the title Musée Islandique. The plaster images are preserved in storage by the Musée de l’Homme, Paris and El Museo Canario, Las Palmas.
Árið 1856 kom hingað til lands landkönnunarleiðangur undir forystu Jérômes Napoleon krónprins Frakka. Markmið ferðarinnar var að skrá og rannsaka líf á norðurslóðum. Safnað var sýnum og upplýsingum um landkosti og náttúrufar, lifnaðarhætti og menningu. Hluti af gagnaöfluninni fól í sér kynþáttarannsóknir á innfæddum og voru í ferðinni gerðar gifsafsteypur af völdum Íslendingum í mannfræðilegum tilgangi. Að loknum leiðangri prinsins var afrakstur ferðarinnar sýndur í Palais Royale í París undir yfirskriftinni Musée Islandique. Gifsmyndirnar eru varðveittar í geymslum Musée de l’Homme, París og í El Museo Canario, Las Palmas.
An Experiment on Turf is an ongoing art research project in which the old building material “myrartorf” is examined from the perspective of visual art. The material as such has diverse connotations to different fields of study like geology, ecology and cultural studies. The project examines how contemporaries understand the material turf differently from past generations. It is an attempt to give turf a new meaning and form within contemporary visual art.
A sculpture installation was made in the basement of the house named Raðagerði in Seltjarnarnes. The sculptures are all abstract forms, freed from any association with functionality or history and true to the turf’s nature as a material for art making.
The work was made with the assistance of students in the Art and Design Department of the Iceland University of the Arts. They assisted in cutting and collecting the turf from the swamp and were involved in the transport, drying and finally then cutting the material into shape. The project was a part of the exhibition Earth Homing: Reinventing Turf Houses in Seltjarnarnes, Iceland, August – September, 2018. Curator: Annabelle von Girsewald.
Tilraun um torf er tilraunaverkefni þar sem hið ævagamla byggingarefni mýrartorf er skoðað út frá forsendum myndlistar. Efnið sem slíkt hefur víða skírskotun, meðal annars í jarðfræði, vistfræði og menningarsögu. Skoðað er hvernig samtíminn skynjar efnið á annan hátt en gengnar kynslóðir og reynt er að gefa torfinu nýja merkingu og form innan samtímamyndlistar.
Tilraun um torf var skúlptúr innsetning sem var unnin í og sett upp í kjallara hússins Ráðagerði á Seltjarnarnesi. Form myndverkanna stjórnast af því að vinna með torfið sem efni til höggmyndagerðar. Formin eru óhlutbundin til að frelsa efnið frá tengingu við notagildi og tengsl við söguna
Verkið var unnið með hjálp nemenda í myndlistar- og vöruhönnunardeild LHÍ sem tóku þátt í að skera torf úr mýri, flytja, þurrka og loks skera í form. Verkefnið var liður í samsýningunni Earth Homing: Reinventing Turf Houses sem stóð yfir á Seltjarnarnesi ágúst – september, 2018. Sýningarstjóri var Annabelle von Girswald.
Iceland Specimen Collection is an ongoing photo project which started in 2003 and focuses on selected items from different museums and collections in Iceland.
Below is the story of the Skoffín in Flateyjardalur.
Iceland Specimen Collection – Strútur from Grafarbakki and Prinsessa from Hauksholt. Photo. 2015/2019
Leadersheep is an Icelandic sheep race which possesses intelligence unknown in any other sheep in the world. The legendary explanation to its origin can be traced to a single ram deriving from the hidden people, which got mixed with normal ewe, sometime in the far past. Leadersheep’s nature is to lead the herd and it has a supernatural ability to foresee weather anomaly, which was invaluable in the pasture farming in the harsh Icelandic winters. It’s ability to pilot the sheep flock through stormy weather, darkness, and snowy blizzard, to the safety of the home, saved lives. Today the leadersheep stock only counts about 1400 sheep.
Uppruna forystufés má rekja til þingeysks hulduhrúts sem blandaðist venjulegu sauðfé í öndverðu. Féð býr yfir eiginleikum og gáfum sem eru óþekktar í nokkru öðru sauðfjárkyni í víðri veröld. Eðli forystufés er að leiða fjárhópinn eins og nafnið bendir til. Það sér fyrir um veður og er ratvísi þess óbrigðul, eiginleikar sem voru ómetanlegir við vetrarbeit á árum áður. Geta forystufés til að leiða hjörð sína í gegnum hríðarstorm og myrkur í öruggt skjól bjargaði lífum manna og dýra. Í dag er forystufjárstofninn um 1400 dýr.
Fowl banks are tufts that are often formed on the highest points in the landscape, where birds often sit down to get a good view. In the effort, when a bird takes off again, it shits a bit of shit. When birds have shat on the same spot for generation after generation, for centuries and millennia, a pile of guano, full of nutritious soil, slowly builds up and forms a grown mound. Thus, nature forms sculptures in the landscape at the pace of eternity.
Fuglaþúfur eru þúfur sem myndast á hæstu punktum í landslaginu þar sem fuglar setjast gjarnan til að sjá vítt yfir. Í átakinu þegar fuglinn tekur aftur á loft dritar hann svolitlu driti. Þegar fulgar hafa dritað á sama blettinn kynslóð eftir kynslóð, í árhundruði og árþúsundir þá hleðst smátt og smátt upp haugur af næringarríkum jarðvegi og það myndast gróin þúfa. Þannig mótar náttúrunnar skúlptúra í landslagið á hraða eilífðarinnar.
CHIRPING DRIVEL AND DIRRD, ON ITS RUMP SITS A BLIRD,
FIDDLEDEE, FIDDLEDOO, THE FOWLY GILLIGOO
Incessant cackling and crowing, croaking and cawing, twittering bunting and tittering runts. Whistling starlings on every pole, trilling whimbrels and chickadees. Everything brimming over with rave, the chirruping nestlings just of the eggs, life oozes down from the mountain, over the fields and out to the sea. A fowly fellow lurks in an outhouse. Sits on a roofbeam, dribbling blird talk.
Summer ending, the birds fly away and the fowly fellow is cast out. All is quiet. When the inky darkness hits, the overwhelming silence weighs you down.
In spring, the birds return. Flying across the ocean to the fat of the land, just like the fellowy fowls who shelter here seek.
Letʼs listen up and hear their tweet.
—
TÍSTIR RUGL OG ROGL, Á RUMPI SITUR FOGL,
FÍLÍÓFÓ, FÍLIÓFOGG, FYGLIÐ GILLIGOGG
Látlaust gagg og gal, krunk og krá, skrík í rindlingum og tíst í tittlingum. Hvellir stelkir á hverjum staur, spóar að vella og gaukar að gala. Ungar nýskriðnir úr eggi og allt sprúðlandi af lífi, ofan frá fjalli, yfir heimatúnið og út í fjöru. Í útihúsi leynist mannfygli. Situr þar á fjósbita og roglar foglasprok.
Síðsumars fljúga fuglar burt og mannfyglum er úthýst. Allt er hljótt. Þegar
svart myrkrið skellur á er þögnin þung.
Í vor koma fuglarnir aftur. Fljúgandi yfir hafið í landsins lystisemdir, líkt og mannfyglin sem flýja hingað í var.
Leggjum við hlustir og heyrum þeirra kvak.
Ásmundarsalur, Reykjavík. 2023 Installation with bronze sculptures, text and sound. In the collection of The National Gallery of Iceland