Garefowl † Pinguinus impennis

Tags:

Garefowl † Pinguinus impennis: extermination of a species – ultimate samples. Photos. 2016

__________

Garefowl † Pinguinus impennis: extermination of a species – ultimate samples

The last Great Auks or garefowls known to have been seen in Iceland were a couple, a male and a female. They were killed in a hunting trip to Eldey island, undertaken by a group of fourteen men on behalf of merchant Carl Franz Siemsen. The group left Kirkjuvogur on an open eight oared boat one evening between the second and fifth of June 1844.
Three men ascended the island: Jón Brandsson, who had entered to the island on numerous occasions, and two younger men, Sigurður Ísleifsson and Ketill Ketilsson. The men climbed up the cliff, and immediately noticed two garefowls sitting among other seabirds. The chase began immediately.

Sigurður Ísleifsson described the events in the following manner: The rocks were covered with different seabirds, and there the garefowls were … they walked slowly. Jón Brandsson crept up with his arms open and chased one of the birds into a corner where he caught the bird … My bird headed toward the edge of the cliff. I caught him close to the edge. I grabbed his neck and he flapped his wings. He didn‘t emit a single sound. I strangled him.

Ketill Ketilsson then ran back to the sloping shelf, picked up a garefowl egg, saw it was cracked, so he put it back down.
These events were over much faster than it takes to tell the story.
The men hurried down, since the wind was picking up. The birds were neck wrung and then thrown into the boat “The weather was outright satanic” they said, but they managed to get out of the surf and away from the skerries and made it home to safety.
The next day the commander of the trip, Vilhjálmur Hákonarson, took off with the birds to Reykjavík, where he was to hand them over to the merchant Siemsen, but along the way he met a man and sold him the two garefowls for eighty Danish Rigsdaler.
The internal organs of the birds are preserved in alcohol at the Zoological Museum in Copenhagen, but the fate of their skins remains a mystery to this day.

Ólöf Nordal and The Icelandic Museum of Natural History in collaboration with The National and University Library of Iceland and The Icelandic Institute of Natural History. The Culture House, Reykjavik. 2016

____________________________________________________________________________________

Garefowl † Pinguinus impennis: aldauði tegundar – síðustu sýnin

Síðustu geirfuglarnir sem vitað er um að sést hafi á Íslandi voru tveir, karl og kerling. Þeir voru drepnir í leiðangri sem farinn var í Eldey að undirlagi Siemsens kaupmanns. Fjórtán menn lögðu af stað frá Kirkjuvogi á áttæringi kvöld eitt milli annars og fimmta júní 1844.
Þrír fóru upp: Jón Brandsson, sem hafði alloft áður komið í eyna, og tveir ungir menn; Sigurður Ísleifsson og Ketill Ketilsson. Mennirnir klifruðu upp, komu strax auga á tvo geirfugla og hófu þegar eltingarleikinn.
Geirfuglarnir sýndu ekki minnstu tilburði til þess að reka innrásarmennina brott en kjöguðu þegar af stað undir háum hamrinum með reistan haus og böðuðu út litlu vængjunum. Þeir gáfu ekki frá sér hræðsluhljóð og hreyfðu sig stuttum skrefum um það bil jafnhratt og gangandi maður.

Sigurður Ísleifsson segir svo frá:  Bergið var þakið svartfugli, og þarna voru geirfuglar … þeir gengu hægt. Jón Brandsson baðaði út höndunum og rak annan fuglinn inn í kró þar sem hann náði honum bráðlega. … Minn fugl stefndi að bjargbrúninni. Ég náði honum rétt við brúnina. Ég tók um hálsinn á honum og hann blakaði vængjunum. Hann gaf ekki frá sér neitt hljóð. Ég kyrkti hann.

Ketill Ketilsson hljóp þá aftur á slakkann, tók upp geirfuglsegg, sá að það var brotið og lagði það niður aftur.
Allt þetta gerðist á miklu skemmri tíma en það tekur að segja frá því.
Þeir flýttu sér niður aftur, enda var nú tekið að bæta í vind. Fuglarnir voru snúnir úr hálsliðnum og þeim kastað í bátinn. Það var „þvílíkt Satans veður“, sögðu þeir, en þeir komust út úr brimgarðinum og heim heilir á húfi.
Daginn eftir lagði Vilhjálmur Hákonarson formaðurinn í veiðiferðinni af stað með fuglana til Reykjavíkur til þess að afhenda þá Siemsen kaupmanni, en á leiðinni mætti hann manni og seldi honum geirfuglana tvo fyrir áttatíu ríkisbankadali.
Líffæri og innyfli fuglanna eru nú varðveitt í vínanda í Dýrafræðisafni Háskólans í Kaupmannahöfn en óvíst er enn hver endanleg örlög hamanna urðu.


Ólöf Nordal og Náttúruminjasafn Íslands í samvinnu við Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn og Náttúrufræðistofnun Íslands. Safnahúsið. Reykjavik. 2016