Eye. Hamrahlid College, Reykjavík. 2021
Water fountain. Glass, light, bronze, water.
Auga. Menntaskólinn við Hamrahlíð.
Drykkjarfontur. Gler, ljós, brons
Með annan fótinn í árdaga, hinn í ókominni tíð
teygir tungan sig í vatnið
úr vatnsauganu seytlar ljósavatn
Lesmálið aldagömul frétt, jafn óræð sem forðum
í lindinni býr leitin
sjáöldur eilífisvatnsins ljúkast upp
Í Gylfaginningu er sagt frá tilurð fjötursins Gleipnis sem var gerður úr 6 byggingarefnum: dyn kattarins, skeggi konunnar, rótum bjargsins, sinum bjarnarins, anda fisksins og fugls hráka Ekkert þeirra eru í raun til sem skilgreint efni, hvorki áþreifanlega, né óáþreifanlega, heldur er þetta „ÞAГ sem liggur á milli hlutanna og sem við kunnum ekki ennþá að sjá og greina.
Þetta eru efniviðurinn sem vísindi og listir nýta til að finna nýjar lendur og hulda heima.
Titill verksins er Auga, bæði í merkingunni sjáaldur og í merkingunni vatnsauga, eða brunnur. Auga er staðsett í gryfjunni á fyrstu hæð skólabyggingar Menntaskólans við Hamrahlíð.
Gryfjuna hafði arkitekt hússins, Skarphéðinn Jóhannsson, tekið frá til ræktunar á innijurtum. Úr því varð aldrei og hefur rýmið staðið ónotað í meira en hálfa öld. Í verkinu er þráðurinn tekinn upp þar sem arkitektinn skyldi við, nema að héðan í frá skal rækta í gróðurreitnum æsku landsins með nægu tæru vatni og dagsljósabirtu.